Guðbjörg og Kolbeinn á EM inni

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðbjörg og Kolbeinn á EM inni

Dagana 2.-5. mars fer fram Evrópumeistaramótið í Istanbul í Tyrklandi og verða tveir Íslendingar á meðal keppenda. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir (ÍR) keppir í 60 metra hlaupi og hefur hún verið að gera frábæra hluti í vetur. Guðbjörg jafnaði eigið Íslandsmetið í greininni á Stórmóti ÍR í janúar og hljóp á tímanum 7,43 sek. Fjórum dögum síðar sigraði hún í gríðarlega sterku hlaupi í Danmörku á glæsilegu Íslandsmeti, 7,35 sek.

„Ég er mjög vel stemmd fyrir mótinu, alltaf heiður að fá að keppa fyrir Ísland og að keppa á móti þessum góðu stelpum og konum. Það væri gaman að bæta sig á þessu móti en ætla ekki að vera með of miklar væntingar, bara að mæta þarna og hafa gaman og fá reynsluna út úr þessu, því það skiptir mestu máli,“ sagði Guðbjörg.

Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) keppir einnig í 60 metra hlaupi. Kolbeinn stórbætti 30 ára gamla Íslandsmetið í greininni á Nike mótaröðinni í janúar þegar hann kom í mark á tímanum 6,68 sek. Fyrra metið var 6,80 sem Einar Þór Einarsson setti árið 1993 og hefur Kolbeinn hlaupið fimm sinnum undir gamla metinu í ár.

„Ég er allur að koma til eftir smá skrekk í náranum. Fæ nokkra daga til að hvíla og skerpa á nokkrum hlutum. Ég hef nokkur stigvaxandi markmið. Fyrsta markmiðið er að reyna að hlaupa undi 6,70 sek. Annað markmiðið er að komast í undanúrslit og það þriðja að komast í úrslit,“ sagði Kolbeinn.

Tímasetningar:

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir | 60m hlaup kvenna | riðlar | föstudagur 3. mars | kl. 9:05

Kolbeinn Höður Gunnarsson | 60m hlaup karla | riðlar | laugardagur 4. mars | kl. 6:20

Undanúrslita- og úrslitahlaupið í 60 metra hlaupi bæði karla og kvenna fara fram samdægurs um kvöldið.

*Allar tímasetningar eru á íslenskum tíma

„Miðað við síðustu mót er alveg möguleiki fyrir mig að komast langt ef ég er að hlaupa á mínu besta. Ef að ég kem ferskur inn á þetta mót og hitti á þetta að þá eru mér allir vegir færir. Í versta falli verður þetta góð reynsla fyrir næsta stórmót,“ sagði Kolbeinn.

Heimasíða mótsins má finna hér. Mótið verður sýnt í beinni á RÚV.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Guðbjörg og Kolbeinn á EM inni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit