Guðbjörg Jóna Norðurlandameistari U20 í 100m

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Norðurlandameistari 19 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg hljóp á tímanum 11,47 sek með 2,7 m/s í meðvind. Tiana Ósk Whitworth varð í 2. sæti á tímanum 11,53 sek. Íslandsmet í kvennaflokki er 11,63 sek sem Sunna Gestsdóttir á frá árinu 2004. Tímarnir hjá Guðbjörgu og Tiönu voru því báðir undir Íslandsmetinu en því miður var meðvindur aðeins og mikill og því féll Íslandsmetið ekki í dag.

Glæsilegur árangur hjá þeim báðum og líklegast aðeins tímaspursmál hvenær Íslandsmetið mun falla.

Myndband af hlaupinu má sjá hér inn á YouTube síðu Frjálsíþróttasambandsins.