Guðbjörg Jóna fjórða á EM U20

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir átti enn eitt frábært stórmótið þegar hún náði fjórða sætinu í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu yngri en 20 ára. Guðbjörg Jóna kom í mark á 23,64 sekúndum sem er frábær tími og sérstaklega miðað við það að mótvindur í hlaupinu var 1,7 m/s. Guðbjörg var ansi nálægt því að enda í verðlaunasæti en aðeins 1/100 úr sekúndu munaði á henni og þeirri sem fékk bronsið og 4/100 úr sekúndu í silfrið.

Sigurvegarinn í hlaupinu var Amy Hunt frá Bretlandi sem nýverið setti heimsmet stúlkna 16-17 ára í greininni og því var Guðbjörg að keppa við mjög sterka keppendur. Úrslit hlaupsins má finna hér.

Hér má sjá myndband af 200 metra hlaupinu

Á morgun keppa Valdimar Hjalti í úrslitum kringlukastsins klukkan 8:05 og Erna Sóley í úrslitum í kúluvarpi klukkan 8:30

Hér má sjá myndir frá íslensku keppendunum á mótinu