Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti íslandsmet í 200 m í Liechtenstein í dag þegar hún hljóp á 23,61 sekúndum. Metið átti Guðrún Arnardóttir þegar hún hljóp á tímanum 23,81 í Odense 1997. Guðbjörg Jóna er því að bæta 21 árs gamalt met.
Tíminn er besti tími Evrópu undir 18 ára á þessu ári. Þess má geta að lágmark á EM fullorðinna er 23,50 sek og það gefur til kynna hversu gríðarlega góður tími þetta er og framtíðin björt.
Guðbjörg hljóp einnig mjög vel í 100 m, 11,72 en hún setti á dögunum aldursflokkamet í 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára þegar hún hljóp á 11,68 sekúndum.
Guðbjörg Jóna kemur sterk inn í sumarið og verður virkilega spennandi að fylgjast með henni í sumar.
Myndin af Guðbjörgu er frá því í dag.
Til hamingju Guðbjörg Jóna!