Guðbjörg að bæta glænýtt Íslandsmet Tiönu

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir bætti tæplega tveggja klukkutíma gamalt Íslandsmet Tiönu Óskar Whitworth í 100 metra spretthlaupi. Tiana setti metið fyrr í dag í undanrásunum á sterku unglingamóti út í Þýskalandi.

Í úrslitahlaupinu kom Guðbjörg Jóna hinsvegar fyrst í mark á tímanum 11,56 sekúndum. Met Tiönu var 11,57 sekúndur og var Guðbjörg því að bæta það um 1/100 úr sekúndu. Tiana varð önnur í úrslitahlaupinu á 11,57 sekúndum, sama tíma og hún hljóp á í undanrásunum.

Magnaður árangur hjá stelpunum út í Þýskalandi sem hafa nú samtals fjórum sinnum einum degi hlaupið undir gamla Íslandsmeti Sunnu Gestsdóttur sem var 11,63 sekúndur og hafði staðið í 15 ár. Meðvindur í nýja Íslandsmeti Guðbjargar var 0,7 m/s. Til þess að toppa þennan frábæra tíma hjá þeim báðum þá fengu þær gull og silfur í hlaupinu.

Myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan.

Guðbjörg og Tiana eftir úrslitahlaupið