Guðbjörg Jóna á nýju Íslandsmeti

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir, ÍR, bætti eigið Íslands­met í 200 metra hlaupi á Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem fram fór á Selfossi um helgina. 200 metra hlaupið fór fram í gær og kom Guðbjörg fyrst í mark á tímanum 23,45 sekúndum. Fyrra met Guðbjarg­ar í grein­inni var 23,47 sek­únd­ur sem hún setti á Ólympíuleikum ungmenna í Argentínu síðasta haust.

Í sama hlaupi hljóp Tiana Ósk Whitworth, ÍR, í fyrsta sinni undir 24 sekúndum og kom í mark á 23,82 sekúndum í öðru sæti.

Myndband af hlaupinu má sjá á vef RÚV.

Tiana og Guðbjörg á Smáþjóðaleikunum fyrr í sumar