Götuhlaupin eru að bresta á

Penni

2

min lestur

Deila

Götuhlaupin eru að bresta á

Í rúma hálfa öld hefur hlaupasumarið á Íslandi hafist með Víðavangshlaupi ÍR á sumardeginum fyrsta og nokkrum dögum síðar er komið að Vorþoni Félags maraþonhlaupara með sína tæplega 30 ára sögu. Rótgrónir viðburðir vægast sagt. Hlaupin eru bæði vottuð af Frjálsíþróttasambandi Íslands. 

Það hefur löngum verið talið afar gott “kombó” að taka þátt í báðum hlaupunum. Það mælir ekkert gegn því að vanir hlauparar taki tempó á fimmtudag til að fá hraða í lappirnar, taki svo þétt hálft maraþon á laugardegi – það einfaldlega herðir þig fyrir hlaupasumarið.

Víðavangshlaup ÍR fer fram á sumardaginn fyrsta, 25. apríl í hjarta borgarinnar og er jafnframt meistaramót í 5 km götuhlaupi. Við hvetjum hlaupara til þess að skrá sig til þátttöku og njóta þess að hlaupa á götum miðborgarinnar. Sífellt færri hlaup fara fram á götum þar sem hlauparar fá óáreittir að eigna sér göturnar og við erum ÍR-ingum þakklát fyrir að standa að sönnu götuhlaupi. Rásmark og mark (þar sem allir fá pylsu) er í Pósthússtræti og liggur hlaupaleiðin um miðborgina. Skráning og frekari upplýsingar eru að finna hér.

Vormaraþon Félags maraþonhlaupara fer fram laugardaginn 27. apríl og er bæði keppt í heilu og hálfu maraþoni. Hlaupið hefur hlotið vaxandi vinsælda ár frá ári enda þekkt fyrir afslappaða og hlýja stemmingu … og jú auðvitað fyrir vöfflurnar þegar í mark er komið. Rásmark og endamark eru á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdalnum skammt frá gömlu rafstöðinni. Hlaupaleiðin er á göngustígum inn Fossvogsdalinn með Öskjuhlíðarlykkju að Hlíðarenda og út á Ægisíðu. Nánari upplýsingar og skráning er að finna hér.

Í vottun felst að hlaupahaldari nýti sér þjónustu FRÍ að fá brautina mælda af samþykktum mælingamönnum, að uppsetning brautar uppfylli reglugerð FRÍ ásamt því að dómari sé viðstaddur hlaupið og segir til um hvort hlaupið hafi staðist kröfur reglugerðarinnar og árangur Íslendinga síðan skráður í afrekaskrá.

Keyrum hlaupasumarið í gang!

Penni

2

min lestur

Deila

Götuhlaupin eru að bresta á

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit