Götuhlauparar ársins 2012

 Götuhlaupari ársins í kvennaflokki er Rannveig Oddsdóttir, UFA.  Rannveig náði næst besta árangri íslenskrar konu frá upphafi í maraþonhlaupi þegar hún hljóp á 2:52:39 í Berlín 30. september síðastliðinn.  Hún varð einnig önnur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst er hún hljóp á 1:23:14 sem er hennar besti tími.
 
Götuhlaupari ársins í karlaflokki er Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki.  Kári Steinn varð í 42.sæti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í London á 2:18:47.  Hann náði jafnframt besta tíma ársins í hálfmaraþoni er hann hljóp í Hamborg á 1:06:51.

FRÍ Author