00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Götuhlaupadómaranámskeið

Penni

< 1

min lestur

Deila

Götuhlaupadómaranámskeið

Þann 10.maí og 14.maí næstkomandi fer fram götuhlaupadómaranámskeið í sal B í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið skiptist í bóklegan hluta, sem fer fram 10.maí kl. 19:30 til 21:30, og verklegan hluta, sem fer fram 14.maí kl. 10:00 til ca. 13:00.

Farið verður yfir eftirfarandi atriði í bóklega hlutanum:

  • Almennar keppnisreglur sem gilda í frjálsum íþróttum óháð grein
  • Keppnisreglur sem gilda um götuhlaup
  • Ákvæði í reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa
  • Hvernig á að lesa og túlka mælingaskýrslur og önnur gögn frá hlaupahaldara
  • Hlutverk yfirdómara, m.a. að yfirfara braut fyrir hlaupið, fara yfir hvort framkvæmdin sé í samræmi við reglugerð, hvernig skal fara að ef ef keppendur brjóta reglur, úrslitum er mótmælt og skrifa skýrslu.

Í verklega hlutanum munum þátttakendur aðstoða við dómgæslu á hlaupinu Lífssporið.

Athugið að eftir að þátttakendur hafa lokið námskeiðinu þá er greitt fyrir þeirra störf sem yfirdómari í götuhlaupum.

Lágmarksfjöldi þátttakenda svo námskeiðið geti farið fram eru fimm. 

Æskilegt er að þátttakandi hafi náð 20 ára aldri og hefur þekkingu á götuhlaupum.

Frítt er á námskeiðið.

Skráningu skal senda á iris@fri.is í síðasta lagi 8.maí og nánari upplýsingar gefur undirrituð.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Götuhlaupadómaranámskeið

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit