Gott hlaup hjá Anítu í Stokkhólmi

Aníta Hinriksdóttir er stödd á demantamóti í Stokkhólmi en þar hljóp hún 800m í dag á 2:02,21 mínútum og var í 4. sæti.

Fyrst í mark var Shume Regasa frá Eþíópiu á 2:01,16 og önnur var Halimah Naka­ayi frá Úganda á 2:01,37 mín­út­um.

Þetta er besti árangur Anítu á þessu ári en hún hljóp á 2:02,68 mínútum á Reykjavíkurleikunum í febrúar síðastliðinn.

Glæsilegt Aníta!

 

ajdehelp Author