Gott gegni á Evrópumeistaramóti öldunga

Mánudagurinn 31. júlí

Kristófer Sæland Jónasson HSH keppti í spjótkast í flokki 80-84 ára. Hann kastaði 22,08 m og hafnaði í 8. sæti af 12 keppendum. Frábært árangur hjá honum.

 

Miðvikudagurinn 2. ágúst

Jón H. Magnússon ÍR keppti í sleggjukasti í flokki 80-84 ára (3 kg.). Hann kastaði 32,93 m og hafnaði í 8. sæti af 13 keppendum. Flottur árangur hjá honum en Jón hefur keppt á yfir þrjátíu Norðurlanda-, Evrópu-og Heimsmeistaramótum erlendis í gegnum tíðina, geri aðrir betur.

Jón Bjarni Bragason Breiðabliki keppti einnig í sleggjukasti í flokki 45-49 ára (7,26 kg.). Hann gerði sér lítið fyrir og hafnaði í 5. sæti af 13 keppendum með 46.06 m. Það verður hvíldardagur hjá þeim félögum á morgun, fimmtudag, en á föstudag keppir Jón Bjarni í kastþraut en kastþrautin hjá Jóni H. Magnússyni verður ekki fyrr en á sunnudaginn.

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR keppti í seinni aðalgrein sinni í gær, 5000 m hlaup í flokki 45-49 ára. Hún hafnaði í 6. sæti af 16 keppendum og hljóp hún á tímanum 18:49,46 sekúndum sem er hennar annar besti tími síðan 2010. Glæsilegt hjá henni! Hlaupið vannst á 17.52,91 mín en sem dæmi um styrkleikann hjá þessum aldursflokki hefði tími Fríðu Rúnar dugað í 3. sæti í 40 ára flokknum og 7. sæti í 35 ára flokknum.

Fríða Rún keppir í dag í 800m hlaupi sem aukagrein en freistar þess að komast í 12 manna úrslit á laugardag. Á morgun keppir einnig Ólafur Austmann Þorbjörnsson Breiðabliki í 800m í flokki 35-39 ára. 22 keppendur eru skráðir til leiks, þar af 6 frá Spáni og 4 frá Bretlandi. Hjá þeim báðum verða 2 riðlar og 2 fyrstu úr hvorum riðli + 8 bestu tímar, alls 12 í úrslitum.

 

Hér má sjá heimasíðu mótsins.

Hér má sjá úrslit frá mótinu.