Dagana 20.-22. október fór fram þing og ráðstefna Frjálsíþróttasambands Evrópu í Tallinn í Eistlandi. Þessir dagar fóru meðal annras í vinnustofur, fundi og fræðslu.
Síðasta kvöldið var svo Golden Tracks þar sem Evrópusambandið krýndi frjálsíþróttafólk ársins. Ofurkonan og Hollendingurinn Femke Bol var valin frjálsíþróttakona ársins en hún er búin að eiga magnað tímabil í ár. Hún varð þrefaldur Evrópumeistari í 400m, 400m grindarhlaupi og 4x400m boðhlaupi. Hún vann til tvenna silfurverðlauna á HM innanhúss í Belgrade og tvenna silfurverðlauna á HM í Eugene.
Árið 2018 unnu þeir Jakob Ingebrigtsen frá Noregi og Armand Duplantis frá Svíþjóð saman efnilegastu frjálsíþróttakarlar Evrópu. Í ár voru þeir krýndir frjálsíþróttakarlar ársins og það er í fyrsta sinn sem tveir karlar hljóta titilinn saman.
Duplantis bætti eigið heimsmet þrívegis í ár og varð heimsmeistari bæði innan- og utanhúss ásamt því að verja Evrópumeistaratitil sinn.
Ingebrigsten byrjaði árið á að setja heimsmet í 1500m hlaupi innanhúss. Hann vann alls fimm verðlaun á stórmótum í ár, silfur í 1500m á HM innanhúss og HM utanhúss, gull í 5000m á HM utanhúss og gull í 1500m og 5000m á EM. Hann endaði tímabilð á því að vinna Demantamótaröðinna.
Elina Tzengko frá Grikklandi og Mykolas Alekna frá Litháen voru valin efnilegasta frjálsíþróttafólk Evrópu. Þau urðu bæði Evrópumeistarar í sínum greinum, Tzengko í spjótkasti og Alekna í kringlukasti. Alekna vann einnig silfurverðlaun á HM utanhúss.
Önnur verðlaun sem voru veitt voru meðal annars Fair Play Award sem Nahuel Carabana frá Andorra hlaut fyrir að hjálpa meiddum keppenda og fórna sínu hlaupi í 300m hindrunarhlaupi. Member Federation Award hlaut Iolanta Khropach frá Úkraínu og Coaching Award hlutu þau Kada Delic-Selimovic frá Bosníu og Hersegóvínu og Heiko Vaat frá Eistlandi.