Goggi Galvaski stórhátíð 2009 í Mosfellsbæ um liðna helgi 5

Um síðustu helgi var Goggahátíðin í frjálsum íþróttum 14. ára og yngri, haldin á Varmárvelli í 19. sinn.
Veður var nokkuð gott og allt fór vel fram. Keppendur voru 265 að þessu sinni frá 17 félögum víðs vegar af landinu.
Stigahæsta félagið var Breiðablik og stigahæsta stelpan var Elma Lára Auðunsdóttir úr Breiðabliki með 1037 stig
og stigahæsti strákurinn Valdimar Ingi Jónsson úr Fjölni með 1038 stig .
Óstaðfestar fregnir eru á sveimi að tvö Goggamet hafi verið slegin, en eftir er að fjalla um það í nefnd.
 
Nánar um úrslit er að finna á mot.fri.is og myndir eru á myndatengli frjálsíþróttadeildar Aftureldingar:
http://picasaweb.google.com/UMFA.FRJALSAR/
 
Fréttin er frá frjálsíþróttadeild Aftureldingar.

FRÍ Author