Góðurárangur á fyrri degi MÍ í fjölþrautum og met í 300 m hlaupi

Keppt var í nokkrum aukagreinum á mótinu og náðist mjög góður árangur í mörgum greinum.

Trausti Stefánsson FH setti Íslandsmet í 300 m hlaupi og bætti eldra met um 1,7 sek. Trausti hljóp á tímanum 34,64 sek, Sveinn Elías Elíasson FH var einnig undir eldra metinu í hlaupinu. Þá setti Hinrik Snær Steinsson piltamet í flokki 12 ára en hann hljóp á tímanum 47,28 sek og í kvennahlaupinu setti Þórdís Eva Steinsdóttir stúlknamet í flokki 12 ára en hún hljóp á tímanum 45,65 sek.

Í 60 m hlaupi karla var hörkukeppni og sigraði Óli Tómas Freysson FH á 7,03 sek, annar var Sveinn Elías Elíasson FH á 7,08 sek. Kristinn Torfason FH byrjaði keppnistímabilið vel í langstökki með stökki uppá 7,37 m. Það gerðu einnig Mark W Johnson ÍR í stangarstökki en hann stökk yfir 5,00 m og Hulda Þorsteinsdóttir ÍR í stangarstökki en hún stökk yfir 3,70 m.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu á heimasíðu FRÍ í gegnum mótaforritinu hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/Decathlon.exe?-Burslitinpublic -u1001 

FRÍ Author