Góður gangur í Tel Aviv

Sveinbjörg náði sínum besta árangri í 100 m grind er hún hljóp á 15,43 sek. sem gefur 921 stig. Helga Margrét sem hljóp á 15,43 sek sem gefa 786 stig. Báðar fóru þær yfir 1,66 í hástökki sem gefa 806 stig.
 
Helga Margrét varpaði kúlunni 13,03 m sem gefa 729 stig en Sveinbjörg 11,64 m sem gefa 637 stig. Í 200 m hlaupi sem er fjórða og síðasta grein fyrri dag sjöþrautarinnar náði Helga Margrét tímanum 25,68 sek. sem gefa 825 stig, en Sveinbjörg 26,72 sek sem sem gefa 735 stig.
 
Ef allt gengur vel hjá Sveinbjörgu stefnir hún í bætinu, um 5100 stig, mögulega betur, en hún setti nýtt persónulegt með á MÍ í vor 4.716 stig. Þó þetta sé fyrsta þraut Helgu Margrétar á árinu getur hún náð sína næst bestu þraut eða um 5700 stigin og jafnframt næstbestu þraut frá upphafi. Gangi þetta eftir hjá þeim báðum verður þetta í fyrsta sinn sem tvær íslenskar konur ná 5.000 stigum í sömu þraut frá upphafi.
 
Hægt er að fylgjast með gangi máli hjá þeim stallsystrum á morgun, sunnudag í þrautinni á heimasíðu mótsins sem er að finna hér (telaviv2010-ecce.iaa.co.il/index.php).
 
 

FRÍ Author