Góður fyrri dagur í þraut hjá Einari Daða

Það stefnir í góða þraut hjá Einari Daða á Evrópumeistaramótinu í Novi Sad. Árangur hans er mjög svipaður og þegar hann bætti unglingametið í Kladno í Tékklandi í síðasta mánuði. Eftir fyrri dag er hann í 8. sæti með 3.913 stig eftir mjög gott 400 m hlaup í dag. Hann rann skeiðið á 48,56 sek. sem gefur honum 882 stig sem er 3. besti árangurinn í greininni. Þetta er bæði bæði bæting í þessari grein hjá Einari ásamt því að vera besti árangur landsins í greininni.
 
Eins og fram hefur komið áður, er þrautin mjög jöfn og er Einar Daði aðeins innan við 50 stigum frá 6. sæti og um 120 stigum frá 2. sæti. Belginn Thomas Van Der Pleatsen er með nokkuð góða forystu eftir fyrri dag samtals 4.137 stig.

FRÍ Author