Góður árangur, skemmtileg keppni og met á MÍ um helgina

Þorsteinn Ingvarsson HSÞ sigraði í langstökki eftir mikla keppni við Kristinn Torfason FH. Kristinn fór 7,40 m í fyrsta stökki og leiddi keppnina framan af, eða þar til Þorsteinn fór 5,53 m í síðasta stökkki sínu og næst síðasta stökki keppninnar. Kristinn náði ekki að svara í síðasta stökki en hann átti jafna og góða stökksériu.

María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni sigraði í 60 m grindarhlaupi eftir mikla keppni við Fjólu Signýju Hannesdóttur HSK/Selfoss og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur ÍR.

Hafdís Sigurðardóttir UFA sigraði í 200 m hlaupi á 27,70 sek, og önnur varð Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR á 24,98 sek.  Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki varð síðan þriðja á 25,38 sek. Í 200 m hlaupi karla sigraði Trausti Stefánsson FH á 21,86 sek, 1/100 á undan Ívari Kristni Jasonarsyni ÍR, en þriðji var Koblbeinn Höður Gunnarsson UFA sem kom í mark á 21,87 sek.

Snorri Sigurðsson ÍR sigraði í 800 m hlaupi karla eftir mikla og góða keppni við Kristinn Þór Kristinsson HSK/Sefossi, en aðeins voru 9/100 úr sekundu bar á milli þeirra. Snorri kom í mark á 1:52,52 mín., en Kristinn á 1:52,61 mín. Þó Aníta Hinriksdóttir ÍR bæri sigur í bítum í 800 m hlaupi setti hún ekki met sem þykja næstum því tíðindi eftir einstaka frammistöðu hennar undanfarnar vikur. Hún átti þó sæti í metsveit ÍR í 4×400 m boðhlaupi, eins og áður greinir.

Góður árangur náðist í 3000 m hlaupi karla og mikil keppni var milli Kára Steins Karlssonar Breiðabliki sem bar sigur úr býtum eftir snarpa baráttu við Þorberg Inga Jónsson UFA. Ingvar Hjartarsson Fjölni setti nýtt met í flokki pilta 18-19 ára 3000 m hlaupi, en hann kom í mark á tímanum 8:38,96, en hann var þriðji í hlaupinu.

Aldursforsetar kvenna á mótinu kepptu í 3000 m hlaupi, en þar sigraði Rannveig Oddsdóttir UFA á tímanum 10:34,98 mín, en hún leiddi hlaupið nánast frá upphafi. Fríða Rún Þórardóttir ÍR varð önnur á 10:43,35 mín.

Úrslitin í heild sinni má sjá á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author