Góður árangur í Templemore á Írlandi

Allir þrír kepptu þeir í kringluasti. Bestum árangri náði Sindri en hann bætti sinn besta árangur í greininni með 43,83 m. Örn náði best 42,96 m og Hilmar, sem er 16 ára, kastaði lengst  40,78 m sem er persónuleg bæting með 2 kg kringlunni.
 
Mikil ánægja var meðal þátttakenda með þessa ferð. Auk þess að fara sem fararstjóri, fengu Írar Pétur Guðmundsson þjálfara til að leiðbeina nokkrum ungum kösturum í kúluvarpi. Áhugi er á framhaldi á kastkeppni milli þessara ríkja. Reyndar hefur Wales áhuga á að bætast í hópinn, en þetta var reynsluverkefni í ár. Ef af þessu verkefni verður í framtíðinni mun okkar kvenfólk að sjálfsögðu bætast í hópinn.

FRÍ Author