Góður árangur í ofurhlaupum

Keppendur komu víða að. Auk þess að koma frá öllum norðurlandanna þá voru þeir frá Rússlandi, Ungverjalandi, Austurríki, Japan, Bretlandi, Írlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Alsír, Austurríki og Bandaríkjunum. Alls tóku 80 karlar og 21 kona þátt í hlaupinu.
 
Gunnlaugur hljóp samtals 189.689 metra og endaði í 10. sæti. Ágúst hljóp 120.912 metra og endaði í 51. sæti. Árangur Gunnlaugs er besti árangur í heiminum í ár í aldursflokknum yfir 60 ára karla. Hann hefði dugað til 11. sætis á heimslista á síðasta ári af þeim sem eru 60 ára og eldri. Gunnlaugur var með elstu keppendum á mótinu en einungis fimm keppendur voru eldri en hann. Sigurvegari í karlaflokki var Pasi Penttinen sem hljóp 237.652 metra og sigurvegari í kvennaflokki var Sumie Inagaki frá Japan sem hljóp 220.775 og sigraði hún í fimmta sinn í röð.
 
Mynd með fréttinni er af Gunnlaugi.
 

FRÍ Author