Góður árangur Ásdísar í Lausanne í gær

Ásdís Hjálmsdóttir keppti á á Super Grand Prix móti í Lausanne Athletissima 2009 í gær, þriðjudag inn 7. júlí, og varð hún í 6. sæti með 58.54.m.
 
Um er að ræða eitt af bestu mótum ársins og í fyrstu þremur sætunum í spjótinu voru þær Steffi Nerius (Þýskal.) með 65,37 m, Ólympíumeistarinn Barbora Spotakova frá Tékklandi í 2. sæti með 64,38 m og Christina Obergföll í 3. sæti með 62,31 m.
 
Margir aðrir bestu frjálsíþróttamenn í heiminum kepptu þarna og sigraði t.d. Usain Bolt 200 m hlaupið á 19,59 sek. 100 m hlaupið vann Asafa Powell á 10,07 sek.
 
Heildarúrslit á þessu móti og öðrum Super Grand Prix mótum er hægt að sjá á heimasíðum IAAF:
 
http://www.iaaf.org/gp09/results/index.html

FRÍ Author