Góður árangur á sænska meistaramótinu í fjölþrautum

Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR er í öðru sæti í flokki 16 ára með 2854 stig sem er betri árangur en þegar hún vann til bronsverðlauna á NM unglinga í sumar. Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki er í 2. sæti í flokki 17 ára með 3142 stig.

Með góðum seinni degi á Arna Stefanía möguleika á að slá meyjamet Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur 4995 stig frá 2006.

Þráinn Hafsteinsson þjálfari er á staðnum; sími 863 170.

FRÍ Author