Góður árangur á öðrum degi Norðurlandameistaramótsins og ein verðlaun til Íslands

María Ósk Felixdóttir bætti eigið met í sleggjukasti um 6 cm í stúlknaflokki 17-18 ára, sett fyrr á þessu ári,  er hún kastaði 48,96m. Fimm stúlkur áttu árangur yfir 50 m á mótinu í þessari grein, en Katja Vanes frá Noregi sigraði með 56,06 m kasti. Mjög jafn og góður árangur var í 100 m grind kvenna en allir keppendur hlupu undir 15 sek. Sigurvegari var Lotta Harala með 14,45 sek. á nýju norsku meti í sínum aldursflokki, en María Rún Gunnlaugsdóttir hljóp á 14,91 sek.

Finnar unnu stangarstökkskeppni karla tvöfalt, en yfirburðir þeirra í þessari grein voru nokkuð afgerandi. Þeir stukku 4,98 og 4,88 m en Petter Olsson frá Svíþjóð sökk 4,48 m. Norska stúlka Katarina Mögenburg sigraði í hástökki eftir mikla keppni við Linn Gustavsson frá Svíþjóð en þær stukku báðar 1,75 m.

Vladimir Vukicevic frá Noregi sigraði 110 m grindarhlaup karla á mjög góðum tíma 14,05 sek., en hann er einn besti grindahlaupari Evrópu um þessar mundir. Hann varð 2. í Super League Evrópubikarkeppninnar, sem fram fór um miðjan júní sl. í Bergen. Aníta Hinriksdóttir og Stefán Sigurðsson hlupu 1.500m og 800 m hlaup fyrir Íslandshönd í dag stóðu sig vel og voru bæði við sinn besta persónulega árangur í þessum greinum, en þau hafa stórbætt sig á þessu ári bæði tvö.

Norðmenn unnu sameiginlega stigakeppni karla og kvenna á mótinu. Þeir hlutu 165 stig gegn 162 stigum Svía, en með úrslit réðust í 4×400 m boðhlaupum karla og kvenna, en Norðmenn sigruðu í báðum hlaupunum. Finnar voru í þriðja sæti einu stigi á eftir Svíum, en þeir sigruðu kvennakeppnina með 88 stig, en Svíar aftur voru með besta karlaliðið keppninnar. Fyrir íslenska liðið var við ofurefli að etja, enda flestir keppendur liðsins 2-3 árum yngri en keppendur annarra Norðurland. Eigi að síður náði íslenska kvennaliðið betri árangri en það danska.

Heildarúrslit í stigakeppninni er hægt að sjá hér http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/stigakeppni1477.htm

Mótið tókst í alla staði vel í framkvæmd og var aðbúnaður allur og umgjörð til fyrirmyndar og gestfjöfum mótsins til sóma.  Þetta kom fram m.a. í ummælum okkar norrænu gesta sem voru mjög sáttir við mótið, framkvæmd þess og annan viðgjörning heimamanna.

FRÍ Author