Góður árangur á lokaspretti MÍ

Jóhanna Ingadóttir ÍR setti nýtt mótsmet með sigri sínum í þrístökki á meistaramótinu. Hún dtökk 13,10 m en meðvindur var aðeins of mikill til að árangur fáist staðfestur, eða 2,1 m/sek. Besti löglegi árangur hennar var 12,89 m sem einnig er yfir gamla mótsmetinu. Í öðru sæti var Ágústa Tryggvadóttir Umf. Selfoss, með 11,41 m og í 3. sæti var Ingunn Ýr Angantýrsdóttir Breiðablik með 10,95 m.
 
Þær stöllur úr Árm., Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir sigruðu tvöfallt í kúluvarpi kvenna. Ásdís varpaði kúlunni 14,12 m og Helga Margré 14,07 m – aðeins 5 cm styttra. Ágústa Tryggvadóttir var síðan í 3. sæti með 12,22 m.
 
Þær Helga Margrét og Ágústa urðu síðan í 1. og 2. sæti í hástökki sem fram fór á sama tíma. Helga stökk 1,76 m og Ágústa 1,71 m. Þriðja í hástökkinu var síðan Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi sem stökk 1,69 m.

FRÍ Author