Góður árangur á 25 ára afmælismóti UFA

Boðið var upp á þá nýbreytni að gefa börnum og unglingum kost á að hlaupa 600 m hindrunarhlaup með lægri hindrunum en venjulega og mæltist þetta vel fyrir og var þátttaka góð. Þótti keppendum þetta spennandi og skemmtilegt og verður vonandi til að einhverjir prufi sig frekar áfram í þessari grein.
 
Alls voru 228 keppendur skráðir til leiks frá 12 félögum og samböndum sem er mesta þátttaka í þessu móti hingað til.
 
Öll úrslit mótsins er hægt að sjá hér.

FRÍ Author