Góður árangur á MÍ 15-22ja ára í Laugardalshöll

Liðna helgi fór fram MÍ í frjálsum 15-22ja ára í Laugardalshöll. Á ýmsu gekk um helgina í veðrinu og það hafði sína áhrif. Seinka varð keppni á seinni degi um tvær klukkustundir. Engu að síður gekk mótið allt ljómandi vel og það sem miklu máli skiptir þá var árangur keppenda góður og mörg met sett. Fyrst er að telja fimm aldursflokkamet þar sem efnilegar stúlkur komu við sögu:

  • Sveit ÍR í 4x200m boðhlaupi 16-17 ára stúlkna bætti met í flokkum stúlkna 16-17 ára, 18-19 ára og 20-22 ára þegar þær hlupu sprettina fjóra á 1:40,25s. Sveitina skipuðu Tiana Ósk Whitworth, Dagbjört Lilja Magnúsd, Helga Margrét Haraldsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir.
  • Tiana Ósk Whitworth, ein hlauparanna úr metsveitinni, bætti einnig met í flokki 16-17 ára stúlkna í 60m hlaupi þegar hún hjóp á 7,60s.
  • Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki bætti met í flokki 15 ára í 60m grindahlaupi þegar hún hljóp yfir grindurnar á 8,87s.
  • Erna Sóley Gunnarsdóttir úr Aftureldingu bætti met í flokki 16-17 ára stúlkna þegar hún kastaði 3kg kúlunni 15,65m.
  • Síðast en ekki síst bætti Thelma Rós Hálfdánardóttir úr FH ferskt met sitt í stangarstökki 15 ára stúlkna þegar hún stökk yfir 3,31m.

Frekara yfirlit yfir langan og glæsilegan lista meta má finna á úrslitavefnum Þór, sjá hér hér.

Í heildar stigakeppni mótsins sigraði lið ÍR með 368,5 stig en á eftir fylgdu lið HSK/Selfoss með 318 stig og lið Breiðabliks með 235 stig. Úrslit í einstaka flokkum má finna á úrslitavefnum Þór, sjá hér.

Sigurlið ÍR í stigakeppninni

Að ofan: Sigurlið ÍR tekur við verðlaunum sínum í mótslok

Myndir frá mótinu má sjá í myndasafni FRÍ á vefnum hér, flestar myndir tók Stefán Þór Stefánsson. Einnig má benda á myndir á Instagram reikning FRÍ @icelandathletics eða á taginu #mi1522

Öll frekari úrslit í einstaka greinum má finna á úrslitavefnum Þór, sjá hér.