Góður árangur á fyrri degi Meistaramóts Íslands

Erna Sóley Gunnarsdóttir Aftureldingu setti nýtt met í flokki 16-17 ára flokki stúlkna þegar hún varpaði (4 kg) kúlu 13,69 m. Hún sigraði þá grein einnig. Fyrra metið í greininni átti Helga Margrét Þorsteinsdóttir 13,45 m sett árið 2008. Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR varð 2. með 13,36 m og Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki varð 3. með 12,73 m.

Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki sigraði í 60 m hlaupi á 7,88 sek., sjónarmun á undan Andreu Torfadóttur FH, en með sama tíma. María Rún Gunnlaugsdóttir FH varð 3. með 7,92 sek. Við skoðun keppnissögunnar á MÍ innanhúss virðist sem aðeins móðir Birnu Kristínar, Geirlaug Geirlaugsdóttir, hafi verið yngri þegar hún vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í spretthlaupum innanhúss. Birna Kristín er nú á 15. ári en Geirlaug var á 14. ári þegar hún vann sinn fyrsta titil árið 1981.

Vilhelmína Óskarsdóttir Fjölni kom fyrst í mark í 400 m hlaupi kvenna á 58,61 sek. Önnur varð Ingibjörg Sigurðardóttir ÍR á 59,99 sek. sem persónulegt met. Þriðja varð Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðabliki á 60,04 sek. sem er hennar besti árangur á árinu.

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR bar sigurorð af stöllum sínum í 1500 m hlaupi, en hún kom í mark á tímanum 4:45,98 mín. sem besti árangur hennar á árinu. Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni kom önnur í mark á nýju persónulegu meti, 4:49,79 mín. Þriðja varð síðan María Birkisdóttir USÚ á 5:01,05 mín.

Í langstökki varð María Rún Gunnlaugsdóttir hlutskörpust með 5,80 m sem besti árangur hennar á árinu. Einnig með sinn ársbesta árangur var Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki með 5,68 m og þá varð þriðja Guðbjörg Bjarkardóttir með 5,46 m sem er persónulegt met hjá henni.

Hástökkið sigraði Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir UMSS á 1,74 m, sem er hennar besti árangur. Önnur varð María Rún Gunnlaugsdóttir FH sem stökk best 1,71 m sem er hennar ársbesta og þriðja varð Kristín Lív Sabo Jónsdóttir ÍR með 1,68 m sem hennar besti árangur frá upphafi.

Ari Bragi Kárason FH vann 60 m hlaupið á 7,00 sek, Blikarnir Björgvin Bryjnarsson og Juan Ramon Borges Bosque urðu í 2. og 3. sæti á 7,07 sek. og 7,11 sek.

Ívar Kristinn Jassonarson ÍR vann 400 m hlaupið nokkuð örugglega, en í 2. sæti var Bjarni Anton Theodórsson Fjölni á persónulegu meti 49,74 sek. Í 3. sæti varð sí Guðmundur Ágúst Theodórsson Aftureldingu á 50,74 sek.

1500 m hlaupið vann Bjartmar Örnuson ÍBA nokkuð örugglega á 4:00,75 mín. en Arnar Pétursson ÍR var annar á 4:04,90 mín. sem er ársbesta hjá honum. Birkir Einar Gunnlaugsson Fjölni varð 3. á 4:07,19 mín. sem er persónuleg bæting.

Kristinn Torfason FH vann þrístökkið með 13,84 m. Félagi hans úr FH, Haraldur Einarsson varð annar með 13,28 m og Ármenningurinn Andri Snær Ólafsson Lukes þriðji með 13,16 m.

Bjarki Gíslason UFA bar sigur úr bítum í stangarstökki með 4,83 m sömu hæð og Krister Blær Jónsson FH, en í færri tilraunum. Þriðji varð Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni með 6,63m

ÍR-ingar sigruðu tvöfalt í kúluvarpinu. Lengst kastaði Guðni Valur Guðnason 16,98 m og næst lengst Sindri Lárusson 15,91 m. Orri Davíðsson Ármanni varð 3. með 15,25 m

Eftir fyrri dag er ÍR með forystu í stigakeppni liða með 15.591 stig, en FH-ingar eru skammt þar á eftir með 14.942 stig. Breiðablik er í þriðja sæti með 7.804 stig.