Góðu keppnisári lokið hjá Hlyni

Evrópumótið í víðavangshlaupum fór fram í gær þar sem Hlynur Andrésson var meðal keppenda. Hlynur var fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa á þessu móti og endaði hann í 41. sæti af þeim 85 sem luku keppni í hans flokki. Flottur árangur þar sem hann var að keppa á meðal sterkustu hlaupurum í Evrópu.

Vegalengdin sem Hlynur hljóp var 10.300 metrar og kom hann í mark á tímanum 30:25 mínútum. 1:36 mínútum á eftir fyrsta manni sem var Norðmaðurinn Filip Ingebrigtsen.

Þáttaka hans í þessu móti bætist því við þann frábæra árangur sem hann náð á þessu ári. Á þessu ári hefur Hlynur bætt Íslandsmetið í 3000, 5000, 10.000 metra hlaupi og í 3000 metra hindrunarhlaupi. Einnig var Hlynur valinn mikilvægasti frjálsíþróttakarl ársins á lokahófi Frjálsíþróttasambandsins.

Hér að neðan má sjá myndband af helstu hápunktum mótsins.