Góð þátttaka og spennandi keppni á Vormóti ÍR í gær

Ásdís Hjálmsdóttir Árm. sigraði í spjótkasti með kasti upp á 54,27 m en í 2. sæti var Helga Margrét Þorsteinsdóttir einnig úr Árm. með 43,25 m, en þriðja varð Valdís Anna Þrastardóttir ÍR með 42,09 m. 
 
Magnús Valgeir Gíslason Breiðablik sigraði í 100 m hlaupi karla á 11,35 sek. og Harfnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR í 100 m kvenna á 12,86 sek., en mótvindur var í hlaupunum. 
 
Bjarni Malmquist Fjölni sigraði langstökkskeppnina eftir baráttu við Kristinn Torfason FH, en aðeins munaði 15 cm á þeim. Bjarni stökk 6,98 m en Kristinn 6,83 m.
 
Sandra Pétursdóttir kastaði sleggju kvenna með kasti upp á 51,73 m og sigraði í þeirri grein.
 
Öll úrslit á mótinu má sjá hér á mótaforriti FRÍ.

FRÍ Author