Góð þátttaka í MÍ í fjölþrautum og sjö lið í Bikarkeppni FRÍ

Í fimmtarþraut kvenna á sunnudaginn eru 5 konur skráðar og hvorki meira né minna en 22 meyjar 15-16 ára hafa skráð sig til keppni í fimmtarþrautinni. Keppni í fimmtarþrautinni hefst kl. 13:00 á sunnudaginn.
 
Í heildina er þetta mun meiri þátttaka en mörg undanfarin ár.Flestir keppendur koma frá ÍR, samtals 16 og næstflestir frá Breiðabliki eða 9. En keppendur koma víðsvegar að af landinu m.a. frá Siglufirði, Þingeyjarsýslum, Eyjafirði, Skagafirði, Höfn og frá Þorlákshöfn.
 
Nánari upplýsingar um MÍ í fjölþrautum verða birtar í mótaforritinu hér á síðunnu síðar í dag.
 
Bikarkeppni FRÍ innanhúss 2008.
 
Sjö lið skráðu þátttöku í Bikarkeppni FRÍ sem fram fer sunnudaginn 24. febrúar nk. Breiðablik,FH, Fjölnir/Ármann, ÍR A-lið, ÍR B-lið, Norðurland A-lið og Norðurland B-lið. Lið Norðurlands er sameiginlegt lið HSÞ, UFA, UMSE og UMSS. Breiðablik er núverandi Bikarmeistari innanhúss, en búast má við mjög jafnri og spennandi keppni í ár.
Nánari upplýsingar um keppnina eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.

FRÍ Author