Góð þátttaka á MÍ 11-14 ára um helgina

 Á sjöunda tug keppenda eru skráðir til leiks í 60 m hlaupi 13 ára stúlkna og eru 60 stúlkur skáðar í langstökk í sama aldursflokki.  Í kúluvarp 12 ára stúlkna eru skráðar 46 stúlkur til leiks og í 60m hlaup í sama aldursflokki eru 50 stúlkur skráðar.  12 ára piltar fjölmenna einnig og eru t.d. ríflega 30 þeirra skráðir til leiks í 60 m hlaupi. Gífurlega góð þátttaka er í ýmsum öðrum greinum t.d. 800 m hlaupi hástökki í flestum aldursflokkum, sem ber vott um mikla grósku í greininni.
 
Keppni hefst kl. 10 bæði laugardag og sunnudag en mótinu lýkur á boðhlaupum sem standa frá kl. 13 til 15 á sunnudag.
 
Tímaseðill og úrslit eru á mótaforritinu http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2029.htm

FRÍ Author