Góð opnun og bætingar á Vormóti HSK

Í 2. sæti í 100 m hlaupi karla var Ívar Kristinn Jasonarson ÍR með sitt besta hlaup í tvö ár í greininni og bestu opnun á keppnistímabilinu, en hann hefur keppt meir í 2 og 400 m hlaupum. Einar Daði Lárusson ÍR kom síðan 3. í mark á 11,24 sek.
 
Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH kom 2. í mark í 100 m á 12,71 sek., sem er nýtt persónulegt met hjá henni. Hún sigraði einnig í langstökki á nýju persónulegu meti, 5,45 m.
 
Góð keppni var í sleggjuasti kvenna, en þar sigraði Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir FH með kast upp á 54,70 m. Eir Starradóttir UMSE varð í 2. sæti með kast upp á 44,97 m og þriðja varð María Ósk Felixdóttir sem kastaði lengst 44,36 m að þessu sinni.
 
Guðmundur Sverrisson ÍR sigraði í spjótkasti með 73,35 m kasti í fyrstu umferð, en í öðru sæti var Dagbjartur Daði Jónsson ÍR með 62,46 m
 
Myndina tók Stefán Þór Stefánsson í byrjun 100 m hlaups kvenna, þar sem Hrafnhild Eir hefur tekið forystuna. Þórdís Eva fylgir henni þar á eftir og þá Sara Hlín Jóhannsdóttir Breiðbliki. Bak við þær glittir síðan í Grétu Örk Ingadóttur FH.
 
Öll úrslit mótsins má sjá hér

FRÍ Author