Góð opnun á Vetrarkastmótinu í Leira

Hilmar Örn Jónsson FH keppti í sleggju 22 ára og yngri og varð í 10. sæti með 66,86 m. Þetta er ekki langt frá hans besta árangri með 7,25 kg sleggjunni
 
Guðmundur Sverrisson ÍR kastaði spjótinu lengst 74,90 m  og varð í 8. sæti og hann átti góða og jafna séríu en náði lengsta kastinu í síðustu umferð.
 
Vigdís Jónsdóttir FH kastaði sleggjunni best 52,33 m, en öll hennar köst voru yfir 50 metrum, en Íslandsmet hennar frá því í fyrrasumar er 55,41 m
 
Heildarúrslit mótsins er hægt að sjá hér.

FRÍ Author