Góð opnun á JJ móti í kvöld

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni fór rólega af stað í 100 m grindarhlaupi en hún kom fyrst í mark á tímanum 15,11 sek. Hún sigraði einnig í kúluvarpi með kasti upp á 14,08 m og hástökki með 1,71 m.
 
Af öðrum árangri má nefna að Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni sigraði í 100 m hlaupi á 11,05 sek. sem er nokkuð góð opnum hjá honum. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik bætti sinn árangur í 100 m hlaupi, en hann kom annar í mark á 11,27 sek. Hann sigraði síðan í 300 m hlaupi.
 
Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ sigraði í langstökki með 5,70 m
 
Fremur kalt var í veðri sem hafði greinilega á árangur, sérstaklega í spretthlaups- og tæknigreinum.
 
Árangur mótsins í heild sinni má sjá í Mótaforriti FRÍ hér.

FRÍ Author