Góð frammistaða á NM í víðvangshlaupum í Laugardal

Okkar bestu keppendur, Aníta Hinriksdóttir og Kári Steinn Karlsson áttu við ofurefli að etja. Aníta var í fremstu röð lengst af sínu hlaupi en gaf eftir undir að síðasta, enda voru mótherjar hennar bæði eldri og reynslu meiri, auk þess sem hlaupið var mun lengra en hennar aðalgrein eða um 4,5 km. Hún varð í 4. sæti, aðeins 16 sek. frá verðlaunasæti. Kári Steinn stóð sig á sama hátt vel, en þar sem hann er að koma úr hvíld er hann ekki með sama hraða og aðrir keppendur.

 
Þetta er í senn fyrsta alþjóðlega víðavangshlaupið sem fer fram hér á landi og það sterkasta. Markmið FRÍ er að endurvekja þann mikla áhuga sem var á götu- og víðavangshlaupum á öndverðri síðustu öld.  Þetta hlaup tókst eins og til var ætlast. Flestir okkar keppendur voru að taka þátt í sínu fyrsta alþjóðlega víðavangshlaupi. Áhugi og gleði yfir því að taka þátt í þessu hlaupi var skein úr andliti okkar keppenda.
 
Norðmenn unnu einstaklingssigra í báðum unglingaflokkunum (19 ára og yngri), en mikil keppni var í flokki kvenna milli norsku stúlkunnar Heidi Martensson og Oona Kettunen frá Finnlandi. Finnar unnu 3ja manna sveitakeppnina hins vegar. Erik Pedersen frá Noregi vann Andrers Hansen frá Danmörku með 1 sek. mun eftir mikla keppni á endasprettinum, en Danir sigruðu sveitakeppnina. Úrslit í flokki fullorðinna var ekki síður skemmtileg og spennandi og skiptust frændur okkur á að vinna bæði í einstaklingsgreinum og í sveitakeppninni.
 
Úrslit keppninnar í heild má sjá í heild hér.

FRÍ Author