Góð byrjun hjá Hilmari á HM 17 ára og yngri

 Hilmar Örn Jónsson úr ÍR  keppti í kúluvarpi (5kg) í dag á HM 17 ára og yngri. Hann náði að varpa henni 17,86m sem er aldursflokkamet hjá honum. Hann endaði í 25.sæti af 34 keppendum fyrr í dag. Kúla er ekki hans sterkasta grein en hann hefur verið að stigmagnast í henni. Hans aðalkeppnisgrein er á morgun og verður gaman að sjá hvernig hún fer. Hilmar er búinn að vera bæta sig undanfarið og á inni mikið. 
Patrick Müller, frá Þýskalandi, átti lang lengsta kastið í undankeppninni, 21,25 metra, 89 sentímetrum lengra en sá sem næst bestum árangri náði. Aðeins þrír keppendur vörpuðu kúlunni yfir 20 metra í undankeppninni. Sá sem varð tólfti og síðastur inn í úrslitin varpaði 18,79 metra.

FRÍ Author