Glæsilegur árangur og góðar framfarir hjá stórum hópi keppenda á fyrri degi MÍ 15-22 ára

Hilmar(17) sem varð sjöundii í sleggjukasti  á EM U20 á Ítalíu í sumar með 6kg sleggju kastaði 5kg sleggjunni, sem tilheyrir hans aldursflokki, heila 72,06m í Kópavogi í dag og átti lengra kast út fyrir geira og því ógilt.  Árangur Hilmars í Kópavogi hefði nægt í 11. sætið á Heimsmeistaramóti U18 í Úkraínu í sumar og Íslandsmet hans 73,95m nægt í 6. sætið á því heimsmeistaramóti. Rétt er að geta þess að það magnaða við Hilmar er að hann kastar 6kg sleggjunni litlu skemur (en 5kg sleggjunni) og á best með henni 71,85m. Viðbúið er að Hilmar eigi eftir að kasta langt um næstu helgi á NM U20 í Finnlandi en þar verður keppt með 6 kg sleggju enda mætir Hilmar þar piltum sem eru allt að 2ur árum eldri en hann.

Aníta Hinriksdóttir nýkringdur heimsmeistari í flokki U18 og Evrópumeistari í flokki U20 í 800m hlaupi hvíldi sig á þeirri grein í Kópavogi í dag en hljóp þess í stað 400m grindarhlaup, 1:02,79 mín (942 stig), um morguninn, 100m um hádegið og til úrslita í sömu grein kl.13:50. Loks kl. 15:50 hljóp hún svo 400m á tímanum 55.01sek sem er nærri Íslandsmeti hennar 54,29sek í flokkum 16-17ára og 18-19ára sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í sumar.  Árangur Anítu í 400m í dag lofar góðu fyrir NM U20 um næstu helgi enda hafði hún litla keppni í Kópavogi og var búinn að hlaupa mikið fyrr um daginn. Á NM U20 keppir Aníta í sinni aðalgrein 800m hlaupi og mun einnig hlaupa 1500m og freista þess að bæta Íslandsmet sitt í þeirri grein í flokki 16-17 ára sem er 4:16,51 mín.  Íslandmet fullorðinna í 1500m, 4:14,94 mín, á Ragnheiður Ólafsdóttir yfirþjálfari FH, en hún á jafnframt metið í flokki stúlkna 18-19ára, 4:15,75 mín  sem er glæsilegur árangur enn í dag og var heimsklassa árangur fyrir 32 árum og sjötta hraðasta 1500m hlaup í flokki unglinga (U20) í Evrópu árið 1981 þar bestu menn muna.

Einföld úrslit í dag (3 efstu í grein) má sjá – HÉR   http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/media/vmot2129.htm

Ítarlegar upplýsingar um úrslit má sjá – HÉR  http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2129D1.htm

Keppni á síðari degi MÍ 15-22 ára hefst á Kópavogsvelli  á morgun kl. 9:30 með spjótkasti stúlkna 15 ára þar sem 16 eru skráðar til leiks og stefnir í spannandi keppni. Viðbúið er að árangurlega séð muni árangur í spjótkasti pilta 18-19 ára bera hátt á mótinu þar sem Sindri Hrafn Guðmundsson mun kasta karlaspjótinu kl. 12:40. Sindri náði þeim góða árangri að kasta karlaspjótinu (800gr) 70,25m á MÍ á Akureyri þann 27.júlí og er til alls líklegur á morgun. Íslandsmet í flokki 18-19 ára á Örn Davíðsson, 70,86m , frá því að hann varð Norðurlandameistari í Finnlandi í flokki U20 árið 2009. Sindri mun vafalítið vera með það met í huga á morgun þótt hugur hans standi fremur til þess að ná þeim árangri á NM U20 um næstu helgi – nema þá hvort tveggja sé og þykir líklegast.  Á tímaseðli á morgun eru rúmlega 70 dagskrárliðir þar sem keppni mun verð hörð og spennandi í fjölda greina og gert ráð fyrir að mótinu ljúki að lokinni keppni í 4x400m boðhlaupum sem hefjast kl. 16:30.

 

FRÍ Author