Glæsilegur árangur hjá Óðni í kúluvarpi á lokadegi Smáþjóðaleikana

Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir fékk bronsverðlaun í 200m hlaupi, hún hljóp á 24,58 en í undanriðlum hljóp hún á 24,88 sem ennfremur var bæting. Einar Daði Lárusson bætti sig um 4cm þegar hann keppti í hástökki og stökk 2,00m og varð í fjórða sæti.  Keppni var mjög hörð og aðeins 3cm skildu að annað og fjórða sæti. Dóróthea Jóhannesdóttir keppti í þrístökki og bætti sig þegar hún stökk 11,55m.  Ívar Kristinn Jasonarson keppti í úrslitum í 200m hlaupi og varð í fjórða sæti á tímanum 22,05.
 
Íslensku sveitirnar í karla-og kvennaflokki kepptu í 4x100m boðhlaupi og tíminn á kvennasveitinni var 47,09 og náðu þær bronsverðlaunum og voru aðeins 1/100 frá silfurverðlaunum.  Karlasveitin gerði ógilt.
 
Frábær dagur í dag að kveldi kominn, hópurinn leggur í hann í fyrramálið kl. 05:00.  Hópurinn hefur staðið vel saman og staðið sig frábærlega vel í alla staði.
 
Smáþjóðaleikakveðja,
 
Unnur, Eggert og Þorvaldur 🙂

FRÍ Author