Glæsilegur árangur í Austurríki

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Glæsilegur árangur í Austurríki

Í dag lauk íslenska landsliðið keppni á HM í utanvegahlaupum sem fór fram í Innsbruck-Stubai í Austurríki. Snorri Björnsson og Andrea Kolbeinsdóttir voru með besta árangur Íslendingana á mótinu. Snorri kom 33. í mark á tímanum 11:08:17 klst. í 87km hlaupinu, lengra hlaupinu. Snorri útfærði hlaupið frábærlega og vann sig frá 118. sæti eftir 17,5km upp í 33. sæti. Andrea keppti í 45km hlaupinu eða styttra hlaupinu og kom 35. í mark á tímanum 5:42:14 klst. 164 konur og 185 karlar tóku þátt í styttra hlaupinu og 135 konur og 176 karlar í lengra hlaupinu.

Tíu aðrir íslendingar voru á meðal keppenda og má sjá úrslitin þeirra hér:

45km – Short Trail

  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir | 6:12:19 klst. | 63. sæti
  • Anna Berglin Pálmadóttir |  6:17:44 klst. |  66. sæti
  • Íris Anna Skúladóttir |  6:23:01 klst. |  71. sæti
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson |  5:18:26 klst. |  73. sæti
  • Jörundur Frímann Jónasson |  5:30:41 klst |  91. sæti
  • Halldór Hermann Jónsson |  5:33:05 klst. |  94. sæti
  • Arnar Pétursson |  DNF

87km – Long Trail

  • Halldóra Huld Ingvarsdóttir |  13:41:49 klst. | 43. sæti
  • Rannveig Oddsdóttir | 14:18:10 klst. | 57. sæti
  • Þorbergur Ingi Jónsson | 12:58:32 klst. | 89. sæti

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Fólk í frétt

Deila

Glæsilegur árangur í Austurríki

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit