Glæsilegur árangur hjá Sindra Hrafni Guðmundssyni spjótkastara

Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki keppti um daginn á bandarísku háskólamóti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið með því að kasta 72.24 m. Jafnframt var um að ræða skólamet í háskólanum hans Utah State University. Með kastinu náði hann einnig lágmörkum fyrir EM U23 sem haldið verður í Póllandi í sumar. Mótið er fyrsta mót Sindra Hrafns í tæplega tvö ár eftir aðgerð á olboga. Í kjölfar mótsins var Sindri útnefndur frjálsíþróttamaður vikunnar hjá Mountain West. Vel gert Sindri Hrafn, innilega til hamingju! Umfjöllun um Sindra má finna hér