Glæsilegur árangur hjá kösturunum í gær

Spjót­kast­ar­inn Ásdís Hjálms­dótt­ir Ármanni hafnaði í þriðja sæti á Riga Cup-mót­inu sem fram fór í Lett­landi í gær. Hún kastaði lengst 58,30 metra strax í fyrsta kasti. Eda Tugs­uz frá Tyrklandi fékk gullið en hún kastaði lengst 63,83 metra. Önnur var Anete Kox­ina frá Lett­landi með kasti upp á 59,07 metra. Íslands­met Ásdísar er 62,77 metr­ar.

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki trónir nú á toppi vesturdeildar NCAA eftir forkeppni spjótkastsins sem fram fór í Austin Texas í gær. Hann kastaði 76,18 m í öðru kasti og sigraði forkeppnina. Með þessum árangri hefur hann tryggt sér þátttökurétt í úrslitakeppni NCAA sem fram fer í Eugene, Oregon dagana 7.-10. júní.

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason ÍR keppti á sterku móti í Vought í Hollandi í gær. Á mótinu hafnaði Guðni í 2. sæti á eftir Hollendingnum Eric Dadae. Guðni kastaði lengst 59,29 m en Eric 60,03 m. Þetta er mjög góð byrjun hjá Guðna Val sem heldur nú til Oordegem í Belgíu þar sem hann, Óðinn Björn Þorsteinsson ÍR og Aníta Hinriksdóttir ÍR munu keppa þann 27. maí.

Sleggjukast­ar­inn Hilm­ar Örn Jóns­son FH tryggði sér í gær keppn­is­rétt á banda­ríska há­skóla­meist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um sem fer fram Eu­gene í Or­egon. Hilm­ar Örn náði tak­mark­inu þegar hann kastaði sleggj­unni 70,60 metra á svæðis­meist­ara­móti há­skóla í Lex­ingt­on. Þetta er hans lengsta kast á keppn­is­tíma­bil­inu. Hilm­ar Örn hafnaði í öðru sæti í keppn­inni og var aðeins nokkr­um sentí­mer­um á eft­ir sig­ur­veg­ar­an­um.

Glæsilegur árangur hjá kösturunum okkar. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju!