Glæsilegur árangur hjá íslenska landsliðinu í Liechtenstein

Íslenska landsliðið stóð sig vel í Liechtenstein í dag.

Thelma Lind Kristjánsdóttir setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára í kringlukasti þegar hún kastaði kringlunni 52,80 m og hafnaði í 2. sæti á mótinu. Fyrra íslandsmet átti hún sjálf frá fyrr á árinu þegar hún kastaði 51,87m á móti í Hollandi.

Kolbeinn Höður Gunnarsson hljóp rosalega vel í 200 m og var undir íslandsmetinu en fékk það ekki staðfest sem met þar sem vindurinn var aðeins of mikill eða 2,5 í meðvind. Staðfestur tími hjá honum var 20,89. Þess má geta að vindur í öllum öðrum hlaupun var undir löglegum vindmörkum eða 2,0 m/s og því svekkjandi þar sem tíminn hefði einnig dugað sem lágmark á EM fullorðinna en lágmarkið þar inn er 20,90 sek.  Ljóst er að Kolbeinn mun sækja hart að lágmarkinu á næstu vikum.

Ívar Kristinn Jasonarsson sigraði í 400 m hlaupinu á tímanum 47,76 sekúndum.

Guðni Valur varð í 1. sæti í kringlukasti með kasti upp á 60,25 m.

Þá voru boðhlaupssveitirnar í stuði í dag.  Karlasveitin í 1000m boðhlaupi  bætti 63 ára gamalt Íslandsmet sem var 1:55,85 mín frá 1955 og  varð í 1. sæti á tímanum 1:52,71 mín. Í sveitinni hlupu Kristinn Torfason (100m), Ari Bragi Kárason(200m)(300m) og Ívar Kristinn Jasonarsson(400m).

Boðhlaupssveit kvenna var í 1.-2. sæti á sama tíma og boðhlaupssveit Kýpur á tímanum 2:11,76 mín. Fyrir hönd Íslands hlupu Tiana Ósk Whitworth(100m), Þórdís Eva Steinsdóttir(200m), Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir (300m)og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir(400m).

Úrslit dagsins má skoða hér

Frjálsíþróttasambandið óskar íslenska landsliðinu til hamingju með árangurinn á mótinu.

 

ajdehelp Author