Glæsilegur árangur á HM í utanvegahlaupum

Penni

< 1

min lestur

Deila

Glæsilegur árangur á HM í utanvegahlaupum

Heims­meist­ara­mótið í ut­an­vega­hlaup­um stóð yfir í nótt í Chang Mai í Taílandi þar sem all­ir sterk­ustu kepp­end­ur heims tóku þátt. Keppt var í 40km og 80km hlaup­um og lauk keppni í hádeginu í dag. Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst Íslendinga í mark í 40 km hlaupi og kom hún í mark á tímanum 4:14:08 sem skilaði henni 21. sæti í kvennaflokki. Í 40 km í karlaflokki var það Halldór Hermann Jónsson sem kom fyrstur Íslendinga í mark á tímanum 4:31:57 og kom 67. í mark. Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur Íslendinga í mark í 80 km hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 8:45:47 og var í 42. sæti. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst kvenna í mark á tímanum 11:39:40 og var í 54. sæti.

Heildarúrslit íslenska liðsins:

40km

  • Andrea Kolbeinsdóttir 4:14:08 // 21. sæti
  • Halldór Hermann Jónsson 4:31:57 // 67. sæti
  • Þórólfur Ingi Þórsson 4:36:24 // 72. sæti
  • Íris Anna Skúladóttir 5:01:08 // 55. sæti
  • Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 5:13:46 // 59.sæti

80 km

  • Þorbergur Ingi Jónsson 8:45:47 // 42. sæti
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson 9:42:21 // 72. sæti
  • Sigurjón Ernir Sturluson 10:34:14 // 83. sæti
  • Rannveig Oddsdóttir 11:39:40 // 54.sæti
  • Elísabet Margeirsdóttir 11:53:42 // 57. sæti

Penni

< 1

min lestur

Deila

Glæsilegur árangur á HM í utanvegahlaupum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit