Dagana 24.-30. júlí fór fram Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) í Banská Bystrica í Slóvakíu. Ísold Sævarsdóttir (FH) varð í fjórða sæti í sjöþraut stúlkna. Hún hlaut 5142 stig sem er persónuleg bæting um 270 stig. Arnar Logi Brynjarsson (ÍR) keppti í 100 metra hlaupi og var nálægt sínum besta árangri. Hann kom í mark á tímanum 11,28 sek. Birna Jóna Sverrisdóttir (Höttur) keppti í sleggjukasti og kastaði lengst 47.22m en hún á lengst 51.65m í greininni. Hekla Magnúsdóttir (Ármann) keppti í langstökki og átti þrjú löng stökk sem voru því miður voru öll ógild.
„Upplifunin var bara eins og draumur og stemningin var mjög góð, allir tilbúnir að kynnast nýjum krökkum og ég eignaðist marga vini þarna úti. Margir tilbúnir að mæta og hvetja hina áfram úr öðrum íþróttagreinum. Það sem stóð upp úr var heiðurinn að keppa á svona stóru móti fyrir Íslands hönd. Ég er líka mjög þakklát FRÍ fyrir þetta frábæra tækifæri“
Birna Jóna