Glæsilegur árangur á Coca cola móti FH í gær

Mímir Sigurðsson FH setti glæsilegt piltamet í flokki 18-19 ára í kringlukasti á Coca Cola móti FH í gær. Mímir kastaði 54,43 m og bætti hann piltamet Guðna Vals Guðnasonar um tæpan 1 og hálfan metra. Mímir er á yngra ári í þessum flokki og má búast við enn betri árangri hjá honum á næsta ári.

Valdimar Hjalti Erlendsson FH (Valdimarssonar) bætti sig um tæpa 5 metra og kastaði hann lengst 54,54 m með 1,5 kg kringlu,  er hann fjórði besti kringlukastarinn í flokki pilta 16-17 ára, Valdimar er á yngra ári í þessum flokki og byrjaði hann að kasta kringlu á þessu ári.

Þjálfari þeirra er kastþjálfari FH-inga, Eggert Bogason.