Glæsilegur árangur á Akureyrarmóti UFA um helgina

Akureyrarmót UFA fór fram á Þórsvelli á Akureyri um helgina. Um glæsilegt mót var að ræða þar sem keppt var í fjölmörgum greinum. Veðrið var mjög gott á mótinu og litu margar persónulegar bætingar dagsins ljós.

Hlaupakonan Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH náði stórkostlegum árangri í sjöþraut á mótinu. Hún fékk samtals 5.730 stig fyrir árangur sinn sem er næstbesti árangur í íslenskrar konu í sjöþraut frá upphafi. Var hún að bæta sig um 347 stig en hún átti áður best 5.383 stig frá árinu 2013.

Sjöþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir FH bætti einnig sinn persónulega árangur um 167 stig og hlaut hún 5.488 stig sem er fjórði besti árangur íslenskrar konu í sjöþraut frá upphafi. Glæsilega gert hjá henni.

Tugþrautarkapparnir Árni Björn Höskuldsson FH og Gunnar Eyjólfsson UFA voru einnig að stórbæta sinn fyrir árangur. Árni sigraði tugþraut karla, hlaut 6.110 stig og bætti hann sig um 642 stig. Gunnar keppti í tugþraut í flokki 18-19 ára pilta og hlaut hann 6.729 stig fyrir árangur sinn. Hann átti áður best 6.434 stig frá því á fjölþrautarmóti KFA fyrr í sumar. Frábær árangur hjá þeim.

Hér má sjá öll úrslit mótsins.