“Geggjað að sýna formið sem ég er í og keppa á móti bestu hlaupurum í Evrópu”

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

“Geggjað að sýna formið sem ég er í og keppa á móti bestu hlaupurum í Evrópu”

Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppti í gær á feikisterku Evrópumeistaramóti í víðavangshlaupum sem fram fór í Brussel. Aðstæður voru mjög krefjandi en 9 km löng brautin var á köflum mikið drullusvað og gríðarlega þung á fótinn. Baldvin hljóp gríðarlega vel en mjög mikill hraði var í hlaupinu frá upphafi. Hann var í fremsta hópi allt hlaupið og kom að lokum í mark í 16.sæti af 82 hlaupurum sem kláruðu en nokkrir hreinlega gáfust upp.

Baldvin náði frábærum árangri og kom í mark aðeins 31 sekúndu á eftir sigurvegaranum Yann Schrub frá Frakklandi og sjónarmun á eftir Þjóðverjanum Davor Aaaron Bienenfeld og Frakkanum Hugo Hay en þeir enduðu allir með sama tímann, 30:48mín. Hann var í raun mjög nálægt því að ná inn á topp tíu og þéttur pakki sem kom í mark á nánast sömu sekúndunni eins og sjá má á úrslitum hér.    

Mörg stór nöfn voru í hlaupinu og má þar nefna Henrik Ingebrigtsen sem hefur unnið til verðlauna á stórmótum og er elstur Ingebrigtsen bræðra sem vakið hafa verðskuldaða athygli um allan heim. 

Baldvin er gríðarlega fjölhæfur hlaupari og íslandsmethafi í fjölda greina innan- og utanhúss í vegalendum frá 1500m að 10.000m. Hann hefur sett stefnuna á EM og Ólympíuleikana 2024, þau markmið hafa nú fengið byr undir báða vængi með þessari frammistöðu og þeirri staðreynd að Baldvin æfir í sterkum hópi í Englandi sem einnig hefur marga hlaupara innanborðs sem eru að stefna hátt. Hann er svo sannarlega að setja allt í að ná enn lengra og fórnar miklu fyrir hlaupin og ferðast klukkutíma í lest aðra leiðina til að hitta æfingahópinn og þjálfarann.

Baldvin var frekar svekktur með niðurstöðuna á NM í víðavangshlaupum sem fram fór á Íslandi í byrjun nóvember en þar endaði kappinn í tíunda sæti. Hann svaraði heldur betur vel fyrir sig í Brussel og vann alla þá sem hann keppti við á NM og náði þar með fram góðum hefndum. 

“Já ég mjög glaður með þetta, miklu betra en NM. Geggjað að sýna formið sem ég er í og keppa á móti bestu hlaupurum í Evrópu. Leið vel í hlaupinu, mjög erfitt og mikil drulla” – Baldvin Þór Magnússon.

Penni

2

min lestur

Fólk í frétt

Deila

“Geggjað að sýna formið sem ég er í og keppa á móti bestu hlaupurum í Evrópu”

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit