Gautaborgarleikarnir 2012

 Hafdís Sigurðardóttir UFA; 12,05sek í 100m í undarúrslitum og náði síðan 2 sæti í úrslitunum á tímanum 12,10sek. Ársbesta í 400m með tímann 54,16sek og náði hún 1 sætinu með þeim árangri. Hafdís keppti einnig í langstökki og varð í 4.sæti með stökk uppá 5,98m. Hún vann einnig 200m hlaup kvenna á tímanum 24,12sek sem er bæting hjá henni.
• Trausti Stefánsson FH; Hljóp á tímanum 47,73sek sem er ársbest og náði með þeim tíma 4 sæti í karlaflokkinum .
• Hilmar Örn Jónsson ÍR; Þó hann sé aðeins 16 ára þá vann hann sleggjuna (5kg) í aldursflokknum 17 ára með kasti uppá 65,68m og var rúmum 4m á undan næsta manni. Hann vann síðan einnig í kúluvarpi 16 ára (5kg) með kasti uppá 17,52m sem er mótsmet tel ég. Frábær árangur.
• Aníta Hinriksdóttir ÍR; Vann 17 ára flokkinn (þó hún sé einungis 16 ára) í 400m á tímanum 55,21sek sem er 2 sek bæting hjá henni og það er mótsmet tel ég. Flottur árangur hjá henni. Hún er síðan á leið til Barcelona til að keppa á HM 19 ára og yngri í 800m. Flottur hlaupari hér á ferð þrátt fyrir mjög ungan aldur.
• Ívar Kristinn Jasonarson ÍR; hljóp 400m á tímanum 49,95sek.
• Dagur Fannar Magnússon HSK; kastaði sleggjunni í karlaflokknum (7,26kg) 47,66m sem er persónuleg bæting.
• Kristinn Torfason FH; stökk 7,41m í langstökki karla.
• Þorsteinn Ingvason HSÞ; stökk 7,29m í langstökki karla.
• Ólafur Werner Ólafsson Breiðablik; keppti í 100m hlaupi 15 ára stráka komst í B úrslitin og varð þar í 2.sæti á tímanum 11,92sek sem er persónuleg bæting.
• Sigþór Helgason HSK; varð 4 í hástökki 15 ára stráka með stökk uppá 1,78m sem er jöfnun á hans besta árangri. Hann varð einnig í 4.sæti í þrístökki 15 ára stráka með stökk uppá 12,33m sem er persónuleg bæting hjá honum. Hann varð síðan í 3.sæti í spjótkasti 15 ára stráka (600gr) með kast uppá 51,64m sem er einnig persónuleg bæting hjá honum. Frábær árangur hjá mjög efnilegum og flottum strák.
• Teitur Örn Einarsson HSK; varð í 3.sæti í spjótkasti (600gr) 14 ára stráka með kast uppá 45,81m.
• Reynir Zoega Breiðablik; komst í A úrslit í 80m hlaupi 13 ára stráka. Hljóp þar á tímanum 10,82sek. Hann varð í 4sæti í þrístökki 13 ára stráka með stökk uppá 11,13m. Hann vann síðan kúluvarp 13 ára stráka (3kg) með kasti uppá 12,60m sem er flott bæting hjá honum.
• Styrmir Dan Steinunnarson Þór; komst einnig í A úrslit í 80m hlaupi 13 ára stráka. Hann hljóp þar á tímanum 10,92sek. Hann hljóp í undarúrslitunum á tímanum 10,76sek. Hann varð í 5.sæti í þrístökki 13 ára stráka með stökk uppá 11,02m. Hann náði 2.sæti í langstökki stráka 13 ára með stökk uppá 5,51m sem er góð bæting hjá honum. Hann varð í 2.sæti í kúluvarpi 13 ára stráka með kast uppá 12,48m.
• Markús Ingi Hauksson ÍR; varð í 3.sæti í kúluvarpi 13 ára stráka með kast uppá 10,83m.
• Björg Gunnarsdóttir ÍR; hljóp 400m í 19 ára flokki kvenna á tímanum 57,83sek og varð í 7.sæti.
• Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR; varð í 4.sæti í þrístökki stúlkna 15 ára með stökk uppá 1,14m.
• Irma Gunnarsdóttir Breiðablik; varð í 2.sæti í 100m stelpna 14 ára á tímanum 12,69sek. Frábær árangur hjá svona ungri og efnilegri stúlku. Þetta var persónuleg bæting hjá henni.
• Halla María Magnúsdóttir Selfoss; komst í B úrslit í 80m hlaupi 13 ára stelpna. Hún vann það hlaup á tímanum 10,84sek.
• Vilborg María Loftsdóttir ÍR; varð í 2.sæti í þrístökki stelpna 13 ára með stökk uppá 10,82m.
Frábærir árangrar hjá krökkunum og greinilegt að við eigum flott frjálsíþróttalið hvaðan af af landinu.

FRÍ Author