Gautaborgarleikarnir – Íris Anna setti nýtt íslandsmet í 2000m hindrunarhlaupi

óhanna stökk 6,16 metra (-1,1) í langstökkinu í gær og bætti sinn besta árangur um 7 sm og nálgast óðum íslandsmet
Sunnu Gestsdóttir, sem er 6,30 metrar. Mikið sentrimetra stríð var í langstökkinu, því sú sem varð önnur stökk 6,15m
og sú sem varð þriðja, stökk 6,14 metra.
Þá vann Jóhanna þrístökkið í dag með því að stökkva 12,84 metra ( 1,8), sem er 2 sm frá hennar besta árangri.
Kristinn Torfason FH stórbætti sinn besta löglega árangur í langstökki í gær þegar hann stökk 7,54 metra (-1,0) og
náði öðru sæti, en sigurvegarinn, Michel Torneus stökk 8,11m.
 
Önnur helstu úrslit íslenskra keppenda í elstu aldursflokkum í gær og dag:
* Íris Anna Skúladóttir Fjölni hljóp 1500m á 4:46,05 mín og varð í 7. sæti.
* Þorbergur Ingi Jónsson ÍR hljóp 1500m í gær á 3:54,50 mín (10. sæti) og 800m í dag á 1:54,97 mín (18. sæti).
* Ólafur Konráð Albertsson ÍR bætti sinn besta árangur í bæði 1500m og 800m. Ólafur hljóp 800m á 1:55,08 mín (19. sæti)
og 1500m á 4:00,08 mín (25. sæti).
* Snorri Sigurðsson ÍR hljóp 800m á 1:55,75 mín í flokki 19 ára unglinga og varð í 3. sæti. Þá hljóp hann 400m á 52,45 sek.
* Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR hljóp 100m á 13,17 sek. (-4,2) og 200m á 25,91 sek. (-1,0).
* Aðalheiður María Vigfúsdóttir Breiðabliki kastaði sleggjunni 49,42 metra og varð í 4. sæti.
* Bjarki Gíslason UFA stökk 4,49 metra í stangarstökki og varð í 11. sæti.
* Stefanía Valdimarsdóttir Breiðabliki hljóp 400m á 59,83 sek. og varð í 12. sæti í flokki 17 ára stúlkna.
 
Mótinu lauk í dag, en í fyrramálið verður fjallað frekar um árangur yngri keppenda í gær og í dag, m.a. þeirra fjögurra sem
sem sigruðu í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express, en töluverð vinna er að fara yfir öll úrslit í þessu fjölmenna móti.
 
Heimasíða: www.vuspelen.just.nu

FRÍ Author