Gautaborgarleikarnir

Síðastliðna helgi fóru fram Gautaborgarleikar í Svíþjóð. Fjölmargir íslenskir keppendur á öllum aldri eða alveg frá 12 ára og upp í fullorðinsflokk kepptu á mótinu. Margir íslensku keppendurnir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni erlendis og einnig voru margir að bæta sinn besta árangur.
Eftirtaldir íþróttamenn unnu til verðlauna á mótinu:
• Piltar 15 ára: Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni, vann til gullverðlauna í hástökki með 1,98m.
• Konur: Thelma Lind Kristjánsdóttir, ÍR, vann til gullverðlauna í kringlu (1 kg) með 50,40m
• Karlar: Guðni Valur Guðnason, ÍR, vann til gullverðlauna í kringlu (2 kg) með 59,49m
• Stúlkur 15 ára: Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA, vann til silfurverðlauna í 300m hlaupi á 40,78s. Glódís Edda vann einnig til bronsverðlauna í 80m grind á 11,67s (+0,5).
• Stúlkur 17 ára: Ragnheiður Guðjónsdóttir, Hrunamenn, vann til bronsverðlauna í kúlu (3 kg) með 12,51m.
• Piltar 17 ára: Ingvar Freyr Snorrason, ÍR, vann til bronsverðlauna í kringlu (1,5kg) með 43,81m.

Öll úrslit frá mótinu má finna hér: http://vuspel.se/index.php