Gamlárshlaup ÍR

Í þriðja sinn hefst Gamlárshlaupið og líkur við Hörpuna en leiðin er slétt og einföld og því ekki úr vegi að stefna á bætingarhlaup á síðsta degi ársins. Allt verður gert til að aðstæður verði eins góðar og hægt er miðað við árstíma en þegar hugsað er til baka til síðustu áramóta þá virðst fátt geta spillt fyrir þátttöku í þessu hlaupi, amk virðast hlauparar ekki setja fyrir sig slæma spá og slæmar aðstæður á keppnisdegi. Öryggi hlaupara og starfsmanna verður í forgangi og lokað verður fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbrautar á meðan á hlaupinu stendur og bílstjórar verða hvattir til að sýna hlaupurum og starfsmönnum ýtrustu tillitsemi.

Í fyrra luku 909 hlauparar hlaupinu 760 2011.Fyrst kvenna kom Arndís Ýr Hafþórsdóttir í mark, annað árið í röð og sama var uppi á teningnum hjá körlunum, en þar var Kári Steinn Karlsson á ferðinni.

Helstu nýjungar þetta árið verða:
– Flögutími og SMS úrslitasendingar.
– Kaffisala í Hörpunni á vegum Frjálsíþróttadeildar ÍR.
– Vinningar frá Intersport fyrir fyrstu þrjú sæti í hvorum flokki, auk verðlauna frá Afreksvörum.
– Yfir 100 veglegra útdráttarverðlauna.
 
Forskráning er á www.hlaup.is en henni lýkur á miðnætti þann 30. desember. Þeir sem forskrá sig fyrir kl. 16:00 þann 30. desember geta sótt gögnin sín í Hörpuna milli kl. 18 og 19:30. Annars verða gögn afhent í Hörpunni á keppnisdegi milli kl. 10 og 11:45.
Allar nánari upplýsingar má finna á www.ir.is / frjalsar en hlaupstjóri hlaupsins í ár, Sigurður Þórarinsson veitir upplýsingar í síma 899-3499.

FRÍ Author